Skip to main content

Fréttir

Listsköpun unga fólksins

 

Safnahús Borgarfjarðar og Tónlistarskóli Borgarfjarðar bjóða upp á tónleika þriðjudaginn 13. nóvember. Nokkrir nemendur Tónlistarskólans flytja frumsamið efni byggt á þulum eftir borgfirskt ljóðskáld og börn úr 5. bekkjum grunnskóla í Borgarfirði og nágrenni sýna ljóð sem þau hafa samið á undanförnum vikum undir leiðsögn kennara. Verkefnið er unnið með aðstoð Árnastofnunar.

Dagskráin er haldin í tengslum við dag íslenskrar tungu. Tónleikarnir verða í salnum á neðri hæð Safnahúss að Bjarnarbraut 4-6 og hefjast kl. 18. Þeir standa í um hálfa klukkustund, svo verður ljóðasýningin opnuð á efri hæðinni. Kaffiveitingar í lok dagskrár.

Allir velkomnir!