Skip to main content

Fréttir

Leszek Slupesci, Snorrastykþegi, heldur fyrirlestur 26. mars


Leszek Slupesci, prófessor í miðaldasögu í Rzeszow í Póllandi, nýtur Snorrastyrks Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum á haustmisseri 2009. Leszek hlaut styrkinn til að þýða Snorra-Eddu á pólsku, skrifa inngang að þýðingunni og skýringar við hana.

Leszek er nú að koma til landsins sem Erasmus-gistikennari í boði Ásdísar Egilsdóttur og Ármanns Jakobssonar hjá Íslensku- og menningadeild Háskóla Íslands. 

Leszek mun halda fyrirlestur fyrir fornleifafræðinga og fornleifafræðinema í aðalbyggingu HÍ, stofu A 207, fimmtudaginn 26. mars kl. 15. Fyrirlesturinn nefnist "Large burial mounds in Scandinavia and in Cracow, Poland".

Fyrirlesturinn er einnig opinn öllum þeim sem áhuga hafa á fornleifafræði og miðaldasögu.