Skip to main content

Fréttir

Lektorsstaða í íslensku við Humboldtháskólann í Berlín laus til umsóknar


Staða sendikennara í íslensku við Norður-Evrópustofnun Humboldtháskólans í Berlín er laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna frá 1. október nk. til fimm ára. Laun eru skv. launataxta opinberra starfsmanna í Þýskalandi (BAT IIa-0).

Kennaranum er ætlað að kenna íslenskt mál, kynna íslenskar bókmenntir og þjóðfélag, hafa umsjón með og þróa tölvutækt kennsluefni í íslensku sem unnið hefur verið að við háskólann. Þá er honum ætlað að skipuleggja námsferðir stúdenta, sinna bókasafns- og stjórnunarstörfum við stofnunina og íslenskri menningarkynningu í Berlín.

Umsækjendur hafi lokið M.A.-prófi í íslensku, norrænum fræðum eða sambærilegri grein. Þeir hafi íslensku að móðurmáli eða færni í málinu sem jafngildir því. Æskilegt er að viðkomandi hafi kennt á háskólastigi, unnið við rannsóknarverkefni og eigi auðvelt með að vinna með öðrum. Þýskukunnátta er nauðsynleg.

Umsóknir með fylgiskjölum (starfsferilsskrá, prófskírteinum og ritaskrá) skulu sendar fyrir 2. apríl til:
Humboldt-Universität
Philosophische Fakultät II
Nordeuropa-Institut
Prof. Dr. Bernd Henningsen
Unter den Linden
D-10099 Berlin

Sjá einnig: www2.hu-berlin.de/ni/aktuelles/stellen.html