Laust er til umsóknar starf dósents í miðaldafræði við íslensku- og menningardeild á Hugvísindasviði Háskóla Íslands.
Dósentinn verður forstöðumaður Miðaldastofu, sem er þverfræðilegur vettvangur Hugvísindasviðs fyrir rannsóknir í miðaldafræðum, og jafnframt helsti tengiliður sviðsins við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Starfið kallar því á ríka samskipta- og skipulagshæfni, ásamt lipurð í mannlegum samskiptum, en stjórnunarhlutfall verður nokkru hærra en tíðkast í föstum kennarastörfum við sviðið.
Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsprófi og hafa reynslu af kennslu á háskólastigi. Þeir skulu hafa sýnt virkni, sjálfstæði og frumkvæði í rannsóknum á sviði miðaldafræða, auk þess að búa yfir reynslu af öflun styrkja til rannsóknastarfa. Krafist er sérfræðiþekkingar á sviði texta- og handritafræða og mun dósentinn kenna á námsleiðum sviðsins í miðaldafræði, ýmist á íslensku eða ensku.
Ráðið verður í starfið til fimm ára með möguleika á ótímabundinni ráðningu að þeim tíma liðnum sbr. 3. mgr. 31. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Umsóknarfrestur er til 10. apríl 2012.
Nánari upplýsingar um starfið og umsóknarferlið má lesa á vefnum: