Um 82% svarenda í könnun á menningarneyslu Íslendinga höfðu lesið bók sér til ánægju og rúmur helmingur svarenda (53%) hafði sótt listasafn eða myndlistarsýningu á síðustu 12 mánuðum. Þessar niðurstöður voru kynntar í gær. Könnunina gerði Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið síðastliðið haust. 1.200 Íslendingar lentu í úrtakinu og voru spurðir um þátttöku í menningarviðburðum síðustu 12 mánuði.
Niðurstöður könnunarinnar birtast í skýrslu sem má nálgast á heimasíðu menntamálaráðuneytis: