Skip to main content

Fréttir

Landnámabók sem (landa)kort

Dr. Emily Lethbridge, nýdoktorsstyrkþegi við Miðaldastofu með aðsetur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, flytur fyrirlestur á vegum Snorrastofu í Reykholti þriðjudaginn 1. mars kl. 20:30. Í fyrirlestri sínum fjallar Emily um Landnámu og þá hugmyndafræði að hlutverki landakorta og bókmennta svipi saman við að koma skipulagi á og halda utan um upplýsingar okkar og þekkingu á  landi og lífi. Hún segir frá nokkrum hugleiðingum sem snúast um að túlka Landnámabók sem landakort eða landabréf, þó sköpuð sé með orðum. 

Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á heimasíðu Snorrastofu. Fyrirlesturinn fer fram á íslensku.

Emily D. Lethbridge við afhendingu Hagnýtingarverðlauna Háskóla Íslands 2015. Mynd: Háskóli Íslands.