Skip to main content

Fréttir

Kynning á norskri útgáfu Flateyjarbókar

Ný og  ríkulega myndskreytt útgáfa af Flateyjarbók er nú að koma út hjá norska forlaginu SagaBok og verður efnt til kynningar á verkinu í Fróða, sal í húsi Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8, Reykjavík föstudaginn 30. október næstkomandi klukkan 16.30.  Að kynningunni standa auk SagaBok norska sendiráðið í Reykjavík og Lærdómssetrið á Leirubakka.

Á fundinum munu flytja ávörp og ræður Guðrún Nordal forstöðumaður Árnastofnunar, Torgrim Titlestad prófessor í Stafangri, Anders Kvåle Rue myndlistarmaður og Cecilie Landsverk, sendiherra  Noregs á Íslandi.

Að fundi loknum verða veitingar í boði norska sendiráðsins og einnig mun Hallvard T. Björgum,  einn kunnast fiðluleikari Noregs á hina fornu Harðangursfiðlu, leika. Þá verður efnt til sýningar á nýjum listaverkum sem prýða hina nýju útgáfu.

 

Öllum er heimill aðgangur.

 

Sögufjársjóður Flateyjarbókar.