Klukkan átta næstkomandi fimmtudagskvöld, 23. janúar, heldur Kristján Eiríksson fyrirlestur um Braga – óðfræðivef í húsnæði Íslenska esperantosambandsins á Skólavörðustíg 6b. Hann mun einkum leggja áherslu á þau fjölbreytilegu not sem menn geta haft af vefnum önnur en til beinna rannsókna í bragfræði, svo sem í málfræði, orðabókargerð, bókmenntum og bókmenntasögu, þýðingarfræði, sagnfræði, þjóðfræði og tónlistarsögu.
Á eftir geta gestir keypt sér kaffi að hætti hússins á 500 krónur, borið fram spurningar og rætt málin.