Skip to main content

Fréttir

Kvöldstund með Guðrúnu Nordal

Guðrún Nordal og bók hennar Skiptidagar eru miðpunkturinn á viðburði í Hannesarholti. Þar verður meðal annars spurt:

Hvað verður um íslenska menningu?

Fimmtudagskvöldið 4. apríl kl. 20.00 verður kvöldstund í Hannesarholti þar sem Guðrún Nordal fjallar um bók sína SKIPTIDAGA - NESTI HANDA NÝRRI KYNSLÓÐ sem kom út á síðastliðnu hausti. Guðrún fær til sín góða gesti til samræðu um efni bókarinnar, Sigríði Hagalín rithöfund, Tatjönu Latinovich formann Innflytjendaráðs og Óttar Proppé verslunarstjóra Bóksölu stúdenta og tónlistarmann.

Kynslóðin sem nú vex úr grasi horfir inn í framtíð sem verður gjörólík okkar samtíma og rof verður jafnvel til milli kynslóðanna. Umbyltingar síðustu ára breyta ekki aðeins samfélagi okkar og umhverfinu, heldur okkur sjálfum og sambandi okkar hvert við annað og þar með við fortíðina og formæður okkar og forfeður. Samsetning þjóðarinnar breytist líka ört. Hvernig munum við skilgreina okkur sem þjóð? Hvernig verður samfélag okkar, menning og tunga eftir 30 ár?

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.