Skip to main content

Fréttir

Keltnesk sögustund með Svavari, Gísla og Gwendolin

Sögufélagið Steini á Kjalarnesi kynnir:

Keltnesk síðdegissögustund verður haldin í Fólkvangi á Kjalarnesi laugardaginn 26. mars kl. 16 -18.

Svavar Sigmundsson, fyrrum forstöðumaður Örnefnastofnunar Íslands og fyrrum rannsóknarprófessor og stofustjóri nafnfræðisviðs Árnastofnunar, heldur erindið: "Keltneski örnefni á Kjalarnesi?"

Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor og stofustjóri þjóðfræðisviðs Árnastofnunar, fjallar um:"Írskar fornsögur um fólk á Kjalarnesi"

Gwendolin N. Corday danskennari kynnir Skoskan dans.

Kaffi og kökur – Aðgangseyrir 1.000 kr fyrir fullorðna.

Upplýsingar: Bjarni s.8918012/ Hrefna s. 6592876