Skip to main content

News

Karl Óskar Ólafsson starfar að heildarútgáfu á ljóðmælum Hallgríms Péturssonar

Karl Óskar Ólafsson

Karl Óskar Ólafsson, MA í íslenskum fræðum, hefur unnið með hléum við heildarútgáfu á ljóðmælum Hallgríms Péturssonar síðastliðin 15 ár en verkefninu stjórnar Margrét Eggertsdóttir rannsóknarprófessor.

Þegar Karl var í meistaranámi í íslenskum fræðum fékk hann aukavinnu við að safna lesbrigðum og samlesa texta með öðrum fræðimönnum. Frá upphafi þótti Karli verkefnið áhugavert en það hefur hins vegar krafist bæði úthalds og þolinmæði. Nú sér fyrir endann á vinnu við 5. bindi ljóðmælanna og hefur þá mikill tími farið í að fara yfir heildartextann og ganga frá lausum endum. Óhjákvæmilega hefur Karl kynnst skáldinu Hallgrími Péturssyni betur við vinnuna við útgáfuna. Hann hefur einnig fengið fengið innsýn í síðari alda handrit sem hann hafði ekki gefið mikinn gaum fram til þess að honum var fengið verkefnið um ljóðmæli Hallgríms Péturssonar.