Skip to main content

Fréttir

Jóhannes B. Sigtryggsson ver doktorsritgerð sína 21. október


Jóhannes Bjarni Sigtryggsson verkefnisstjóri á stofnuninni ver doktorsritgerð sína Málið á Ævisögu Jóns Steingrímssonar föstudaginn 21. október kl. 13. Doktorsvörnin fer fram í hátíðasal aðalbyggingar Háskóla Íslands.

Aðalleiðbeinandi var dr. Guðrún Kvaran, prófessor við Háskóla Íslands og stofustjóri við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Aðrir í doktorsnefnd voru dr. Kjartan Ottosson, prófessor við Oslóarháskóla, og dr. Guðrún Þórhallsdóttir, dósent við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.

Andmælendur eru Jón G. Friðjónsson, prófessor við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, og dr. Veturliði Óskarsson, dósent við Uppsalaháskóla.

Athöfninni stjórnar dr. Dagný Kristjánsdóttir, forseti íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands.