Starfsmenn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefa til gamans út fjölrituð smárit til heiðurs samstarfsmönnum sínum og öðrum kollegum er þeir eiga merkisafmæli. Síðustu árin hafa þessi rit verið kennd við Menningar- og minningarsjóð Mette Magnussen, en eiginkona Árna Magnússonar hét Mette.
Nýjasta ritið í þessum flokki er Jarteinabók Gunnvarar matargóðu. Tekin saman á sextugsafmæli Gunnvarar S. Karlsdóttur 30. desember 2012. Ritið inniheldur stuttar og skemmtilegar greinar fræðimanna og félaga Gunnvöru til heiðurs.
Umsjón með útgáfunni höfðu Guðrún Ingólfsdóttir, Rósa Þorsteinsdóttir, Soffía Guðný Guðmundsdóttir og Yelena Sesselja Helgadóttir.