Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum verður líkt og undanfarin ár með kynningu á Vísindavöku. Rósa Þorsteinsdóttir rannsóknarlektor mun nú standa vaktina með Ísmús, rímur og remix: Skráning og miðlun þjóðfræðiefnis.
Vísindavakan verður í Háskólabíó föstudaginn 28. september frá klukkan 17-22 og fer hún fram í helstu borgum Evrópu á sama tíma. Ísmús, rímur og remix verður kynnt á svæði sem hefur númerið 28.