Skip to main content

Fréttir

ÍSLEX styrkt um 50 milljónir í Noregi

ÍSLEX veforðabókin í Noregi hefur hlotið rúmlega 50 milljóna króna styrk (2,5 milljónir norskra króna) frá menningar- og menntamálaráðuneyti Noregs til að vinna við orðabókina næstu tvö árin.

ÍSLEX veforðabókin er norrænt samstarfsverkefni, unnið af háskóla- og rannsóknarstofnunum á Norðurlöndum. Íslenski hlutinn er unninn á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Verkefnisstjóri er Halldóra Jónsdóttir og aðalritstjóri er Þórdís Úlfarsdóttir.

 

Í ÍSLEX-orðabókinni eru um 50.000 orð með þýðingum á íslensku, sænsku, nýnorsku, bókmáli og dönsku. Einnig eru þar fjölmargar myndir auk hreyfimynda.