Þriðjudaginn 21. maí var norski hluti ISLEX-veforðabókarinnar opnaður við hátíðlega athöfn í Litteraturhuset í Bergen. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti opnaði orðabókina og Johan Myking ávarpaði samkomuna fyrir hönd Bergens háskóla.
Í tengslum við opnuna var haldið málþing um íslenskt mál og íslenskar bókmenntir í Noregi. Idar Stegane, Bergsveinn Birgisson, ISLEX- þýðendurnir Tone Myklebost og Astrid Kjetså héldu fyrirlestra ásamt Jóni Hilmar Jónssyni frá orðfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Var málþingið vel sótt.
Sjá á vef Háskólans í Bergen.