Skip to main content

Fréttir

ISLEX opnun

Þriðjudaginn 21. maí var norski hluti ISLEX-veforðabókarinnar opnaður við hátíðlega athöfn í Litteraturhuset í Bergen. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti opnaði orðabókina og Johan Myking ávarpaði samkomuna fyrir hönd Bergens háskóla.

Í tengslum við opnuna var haldið málþing um íslenskt mál og íslenskar bókmenntir í Noregi. Idar Stegane, Bergsveinn Birgisson, ISLEX- þýðendurnir Tone Myklebost og Astrid Kjetså héldu fyrirlestra ásamt Jóni Hilmar Jónssyni frá orðfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Var málþingið vel sótt.

Sjá á vef Háskólans í Bergen.

 

Vigdís Finnbogadóttir opnaði norska hluta ISLEX-veforðabókarinnar í Bergen, maí 2013. Mynd/Þorsteinn G. Indriðason.

 

Bergsveinn Birgisson flytur erindi á málþingi í Noregi í tengslum við opnun norska hluta ISLEX (maí 2013). Mynd/Þorsteinn G. Indriðason.

 

Þýðendur heiðraðir á málþingi í Noregi í tengslum við opnun norska hluta ISLEX (maí 2013). Frá visntri Kjersti Lea, Ragnhild Svellingen, Margunn Rauset, Tone Myklebost, Astrid Kjetså og Silje Beite Løken. Mynd/Þorsteinn G. Indriðason.

 

Við opnun norska hluta ISLEX í maí 2013. Mynd/Þorsteinn G. Indriðason.