ISLEX-verkefnið fékk styrk úr Samfélagssjóði Landsbankans 25. nóvember sl. að upphæð 500 þúsund krónum. Styrkurinn verður notaður til að taka upp framburð á
uppflettiorðunum í veforðabókinni.
Jón Friðrik Daðason, sumarstarfsmaður á orðfræðisviði stofnunarinnar, hlaut einnig styrk við sama tækifæri til að búa til stafsetningarforrit, ,,samhengisháð leiðréttingarforrit fyrir íslenskt mál".