ISLEX
Miðvikudaginn 22. febrúar munu Halldóra Jónsdóttir verkefnisstjóri og Þórdís Úlfarsdóttir ritstjóri kynna netorðabókina ISLEX í hádegisfyrirlestri sem haldinn er í tilefni af 90 ára afmæli Norræna félagsins á Íslandi. Fyrirlesturinn er annar í röð fyrirlestra sem Norræna félagið og Þjóðminjasafn Íslands munu standa fyrir á afmælisárinu um norrænt samstarf á breiðum grundvelli.
Fyrirlesturinn hefst í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands kl. 12:05.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Sjá nánar á vef Þjóðminjasafnsins.