Skip to main content

Fréttir

Íslenskukennsla við University College of London

Vakin er athygli á að University College of London auglýsir eftir afleysingakennara í íslensku á tímabilinu frá 15. september 2010 til 14. júní 2011. Kennaranum er ætlað að kenna nútímaíslensku, íslenskar bókmenntir síðari alda og um íslenskt samfélag og menningu. Umsækjendur skulu a.m.k. hafa lokið M.A. prófi í íslensku eða sambærilegu prófi og hafa reynslu af að kenna íslensku á háskólastigi.

Unnt er að nálgast auglýsinguna á ensku á slóðinni: www.ucl.ac.uk/scandinavian-studies/

Upplýsingar um starfið fást hjá dr. Claire Thomson, forstöðumanni norrænudeildarinnar við University College of London, sími +44 20 7679 3177, netfang claire.thomson@ucl.ac.uk

Umsóknir með ferilskrá, lista yfir rannsóknir og upplýsingum um kennslureynslu skulu berast í sexriti til: Karin Charles, Scandinavian Studies Departmental Administrator, UCL, Gower Street, London, WC1E 6BT, eigi síðar en mánudaginn 29. mars 2010.

Reykjavík, 17. mars 2010

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum