Skip to main content

Fréttir

Íslenskt textasafn: Nýir efnisflokkar í opinni leit

Íslenskt textasafn er eitt af gagnasöfnum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Talsverður hluti safnsins er öllum opinn til orða- og dæmaleitar á vefsíðu stofnunarinnar og vex hann jafnt og þétt. Nýlega hafa bæst við tveir flokkar texta, skáldverk eftir 1980 og ævisögur. Þar með eru textaflokkarnir sem hægt er að leita í orðnir fjórtán, allt frá fornritum til bloggtexta frá allra síðustu árum.