Skip to main content

Fréttir

Íslenskt orðanet opnað í dag

 

Á fimmtudag, 6. október, verður afrakstri 10 ára vinnu Jóns Hilmars Jónssonar og samstarfsmanna hans, fagnað þegar Íslenskt orðanet verður opnað og kynnt í Hannesarholti.

Orðanetið er jöfnum höndum samheita- og hugtakaorðabók og veitir fjölbreytta innsýn í íslenskan orðaforða og orðanotkun og kemur að hagnýtum notum við ritun og textagerð, hvort sem er í námi, leik eða starfi.

 

Dagskrá:

14.30     Guðrún Nordal forstöðumaður býður fólk velkomið

14.35     Eva María Jónsdóttir kynningarstjóri tekur við fundarstjórn

14.37     Jón Hilmar Jónsson rannsóknarprófessor: Hvernig er þetta orðað?

15.15     Sigurður Svavarsson, íslenskufr. og bókaútg.: Að vinna með orð. Stutt innlegg.

15.20     Myndbönd með notendum

15.25     Bjarki Karlsson málfrræðingur: Hvað býr í Orðanetinu?

15.45     Spurningar úr sal

16.00     Léttar veitingar

 

Allir eru velkomnir í Hannesarholt á meðan húsrúm leyfir.

Hér er slóð orðanetsins: ordanet.arnastofnun.is