Málþingið „Íslenskt mál og íslensk málstefna“ fer fram þriðjudaginn 20. janúar kl. 15-16:30 í Skriðu í Stakkahlíð, húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Málþingið er á vegum Rannsóknarstofu í íslenskum fræðum og íslenskukennslu.
Fjallað verður um stöðu móðurmálsins í stærsta vígi kennaramenntunar á Íslandi með hliðsjón af nýútkomnum tillögum Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu og nýlegri umræðu á Alþingi. Á málþinginu gefst tækifæri til að ígrunda mikilvæg atriði sem tengjast móðurmáli og kennslustefnu.
Dagskrá:
- Setning: Ingibjörg B. Frímannsdóttir lektor og stjórnarmaður í rannsóknarstofu í íslenskum fræðum og íslenskukennslu.
- Jón Torfi Jónasson forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands: Málstefna Háskóla Íslands.
- Guðrún Kvaran formaður Íslenskrar málnefndar: Tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu.
- Sigurður Konráðsson prófessor: Er þörf á sérstakri málstefnu á Menntavísindasviði?
- Umræður.
Málþingið er öllum opið.