Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum. Í flokki fræðirita og bóka almenns efnis hlaut verðlaunin Guðbjörg Kristjánsdóttir fyrir Íslensku teiknibókina. Í flokki barna- og unglingabóka hlaut verðlaunin Andri Snær Magnason fyrir Tímakistuna. Í flokki fagurbókmennta hlaut Sjón verðlaunin fyrir Mánastein.
13. nóvember opnaði sýningin Íslenska teiknibókin þar sem handritið Teiknibókin er í forgrunni. Sýningin stendur til 9. febrúar 2014.