Skip to main content

Fréttir

Íslenska teiknibókin

Út er komin glæsileg bók Guðbjargar Kristjánsdóttur listfræðings, Íslenska
teiknibókin
, með vönduðum myndum og ítarlegri umfjöllun um
miðaldahandritið AM 673a III 4to og listamennina fjóra sem komu að gerð
þess.

Teiknibókin er einstæð meðal íslenskra handrita og eina handrit sinnar
tegundar sem varðveist hefur á Norðurlöndum. Það geymir nánast eingöngu
myndefni og var notað sem vinnubók og fyrirmyndasafn listamanna frá þriðja
áratug 14. aldar og fram á 17. öld en ekki er kunnugt um að nokkurt annað
fyrirmyndasafn frá miðöldum hafi verið í notkun jafn lengi. Guðbjörg
Kristjánsdóttir listfræðingur hefur rannsakað Teiknibókina um áratuga
skeið og birtast niðurstöður hennar nú í fyrsta sinn.

Ritstjóri: Soffía Guðný Guðmundsdóttir. Útgefandi: Crymogea í samstarfi
við stofnunina. Bókin fæst í helstu bókabúðum.

Íslenska teiknibókin er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.