Skip to main content

Fréttir

Íslenska á alþjóðavettvangi

Íslex er orðabókarverk sem er unnið á vegum stofnunarinnar í samstarfi við stofnanir á Norðurlöndum. Orðabókin á að nýtast öllum sem þurfa á íslensk-norrænum orðabókum að halda og er ætluð til birtingar á vefnum. Þórdís Úlfarsdóttir og Halldóra Jónsdóttir stýra verkefninu hér á landi. Í Skímu málgagni móðurmálskennara sem kom út á dögunum má lesa um verkefnið í grein eftir Úlfar Bragason rannsóknarprófessor á stofnuninni sem ber heitið „Íslenska á alþjóðavettvangi“.

Þar er einnig fjallað um íslenska málstefnusumarnámskeið í íslensku fyrir erlenda háskólastúdenta, Icelandic Online þar sem ókeypis aðgangur er að námskeiði í íslensku, styrki Snorra Sturlusonar sem erlendir fræðimenn geta sótt í til að kynnast landi og þjóð, Samstarfsnefnd um kennslu í Norðurlandafræðum erlendis og stuðning við íslenskukennslu erlendis. Í Skímu er einnig viðtal við Heimi Pálsson sem um árabil hefur kennt íslensku í Háskólanum í Uppsölum og Kristin Jóhannesson í Háskólanum í Gautaborg.