Skip to main content

Fréttir

Íslensk tónlist og ljóðalestur í tilefni afmælis HÍ

ORT Í HUNDRAÐ ÁR
Dagskrá með íslenskri tónlist helguð íslenskum skáldum í tilefni 100 ára afmælis Háskóla Íslands Hátíðarsal HÍ 5. október.

Á fyrstu háskólatónleikum haustsins, miðvikudaginn 5. október, flytja Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó, og Sigurður Ingvi Snorrason, klarínetta, verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Þórarinsson, Jón Nordal, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og nýtt verk eftir Þuríði Jónsdóttur. Svanhildur Óskarsdóttir les ljóð eftir íslensk skáld með og án undirleiks.

Tónleikarnir hefjast kl. 12.30.

Á afmælisári skólans er enginn aðgangseyrir að tónleikunum og allir eru velkomnir.