Skip to main content

Fréttir

Íslensk-skandinavísku veforðabókinni fagnað á Norðurlöndum


Íslensk-skandinavíska veforðabókin ISLEX var formlega opnuð í Svíþjóð þann 23. nóvember sl. Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti, Pam Fredman rektor Gautaborgarháskóla og Svavar Gestsson fyrrum sendiherra Svíþjóðar voru á meðal þeirra sem tóku til máls.

Þann 1. desember verður veforðabókin opnuð með viðhöfn í Danmörku. Lasse Horne Kjældgaard forstöðumaður Det Danske Sprog- og Litteraturselskab, Jørn Lund fyrrum forstöðumaður, Sturla Sigurjónsson sendiherra Íslands í Danmörku og fleiri taka þar til máls.

Tímamótanna var fagnað á Íslandi á degi íslenskrar tungu að viðstöddu fjölmenni í Norræna húsinu.