Nú stendur yfir könnun á þjónustu Árnastofnunar. Smelltu hér til að segja þitt álit. Loka
Skip to main content

Fréttir

Íslensk málnefnd verðlaunar Grundaskóla

 

Íslensk málnefnd stóð fyrir málræktarþingi þriðjudaginn 15. nóvember 2017. Yfirskrift þingsins var Ritun í skólakerfinu. Kynnt var ályktun Íslenskar málnefndar um stöðu tungunnar en í ár var sjónum sérstaklega beint að sambandi ungmenna við tunguna. Haldin voru fimm erindi þar sem velt var upp spurningum um stöðu málsins í ræðu og riti með áherslu á ritfærni nemenda á ýmsum stigum skólakerfisins.

Grundaskóli á Akranesi hlaut viðurkenningu Íslenskrar málnefndar fyrir markvissa ritunarkennslu og eftirbreytniverða kennsluhætti þar sem ritun nemenda er mikilvægur hluti náms þeirra í hinum ýmsu greinum.

Hér má sjá ályktun Íslenskrar málnefndar 2017. 

Sigurður Arnar Sigurðsson, skólastjóri Grundaskóla á Akranesi, tók við viðurkenningunni.