Skip to main content

Fréttir

Icelandic Online


Í tilefni af 20 ára afmæli Tæknigarðs og afhendingu Hvatningarverðlauna Háskóla Íslands: Uppúr skúffunum var tekið útvarpsviðtal við verðlaunahafa. Þar á meðal var rætt við Birnu Arnbjörnsdóttur um verkefnið Icelandic Online sem vann til hvatningarverðlauna um árið.

Icelandic Online er vinsælt vefkennsluefni með myndrænu og gagnvirku námsefni, einkum ætlað erlendum háskólanemum en einnig öðrum sem áhuga hafa á íslensku máli og menningu. Aðgangur er ókeypis. Einnig er komið á Netið kennsluefni fyrir þá sem eru lengra komnir í íslenskunáminu: Icelandic Online II. Að Icelandic Online standa Hugvísindastofnun Háskóla Íslands, íslenskuskor hugvísindadeildar Háskólans og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.