Skip to main content

Fréttir

Húsfyllir í Gamla bíói á degi íslenskrar tungu

Á degi íslenskrar tungu var opin dagskrá í Gamla bíói við Ingólfsstræti í miðbæ Reykjavíkur. Húsfyllir var þegar tónlistarfólkið GDRN, Auður og Hundur í óskilum tróðu upp. Auk þeirra fór uppistandarinn Meistari Jakob með gamanmál, Vilhelm Neto samfélagsmiðlastjarna og Blær Jóhannsdóttir leikkona léku listir sínar og Aron Valur Gunnlaugsson las ljóðið Sumardagsmorguninn fyrsta 1828 eftir Jónas Hallgrímsson. Hjá öllum listamönnunum var íslensk tunga höfð í öndvegi.

Í lok dagskrár veitti Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og sérstaka viðurkenningu í tilefni dagsins.

Meðfylgjandi myndir sýna stemmninguna sem skapaðist þegar fólk á öllum aldri kom saman og gladdist yfir móðurmálinu.

dít 2019 collage