Skip to main content

Fréttir

Hugvísindaþing 2013

Háskóli Íslands.

 

Hugvísindaþing 2013
Háskóla Íslands, Aðalbyggingu
Hefst 15. mars kl. 13 og lýkur 16. mars kl. 16.30

 

Hugvísindaþing verður haldið 15. og 16. mars í Aðalbyggingu Háskólans. Þingið er árviss viðburður hjá Hugvísindastofnun. Í ár er boðið upp á ríflega 100 fyrirlestra í um 30 málstofum. Hugvísindaþing er árviss ráðstefna Hugvísindasviðs Háskóla Íslands þar sem fram er borið það helsta í fræðunum í stuttum fyrirlestrum og málstofum ætluðum fræðasamfélaginu jafnt sem almenningi.

Mörg áhugaverð erindi verða flutt á þinginu, við vekjum athygli á nokkrum málstofum:

Ameríkurnar og innflytjendur: tregi, þrár, bjartir draumar og brostnir  (föstudaginn 15. mars kl. 13-16.30)
Fyrirlesarar: Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, prófessor í enskum bókmenntum, Úlfar Bragason, rannsóknaprófessor á Árnastofnun, Stefano Rosatti, aðjunkt í ítölsku, Björg Hjartardóttir, doktorsnemi við háskólann í Bresku Kólumbíu (UBC) í Kanada, Gro Tove Sandsmark, lektor í norsku og Annemette Hejlsted, lektor í dönskum bókmenntum. Málstofustjóri: Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, prófessor í enskum bókmenntum.

Breytileiki Njáls sögu (föstudaginn 15. mars g kl. 13-16)
Fyrirlesarar: Svanhildur Óskarsdóttir, rannsóknardósent á Árnastofnun, Ludger Zeevaert, rannsóknarmaður á Árnastofnun, Emily Lethbridge, nýdoktor hjá Miðaldastofu, Margrét Eggertsdóttir, rannsóknarprófessor á Árnastofnun, Sveinn Yngvi Egilsson, prófessor í Íslensku- og menningardeild. Málstofustjóri: Sveinn Yngvi Egilsson prófessor.

Orð eins og forðum (föstudaginn 15. mars kl. 13-17)
Fyrirlesarar: Guðrún Kvaran, prófessor og stofustjóri hjá Árnastofnun, Jón G. Friðjónsson prófessor, Margrét Jónsdóttir prófessor, Jón Símon Markússon doktorsnemi, Katrín Axelsdóttir aðjunkt, Jón Axel Harðarson prófessor, Magnús Snædal prófessor. Málstofustjóri: Gunnlaugur Ingólfsson, rannsóknardósent hjá Árnastofnun.

Að lesa í fyrri tíð (laugardaginn 16. mars kl. 10-12)
Fyrirlesarar: Ásta Svavarsdóttir, rannsóknardósent á Árnastofnun, Jóhannes Bjarni Sigtryggsson, verkefnisstjóri og nýdoktor á Árnastofnun, Heimir Freyr Viðarsson doktorsnemi og Halldóra Kristinsdóttir doktorsnemi. Málstofustjóri: Ásta Svavarsdóttir, rannsóknardósent.

Íslensk og evrópsk málföng, opin og frjáls (laugardaginn 16. mars kl. 10.30-12)
Fyrirlesarar: Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, Sigrún Helgadóttir MSc og Steinþór Steingrímsson MSc hjá Árnastofnun, Kristín M. Jóhannsdóttir málfræðingur. Málstofustjóri: Halldóra Jónsdóttir verkefnisstjóri hjá Árnastofnun.

Eyjar í norrænum fornbókmenntum (Islands in Medieval Norse Literature) (laugardaginn 16. mars kl. 10.30-12)
Fyrirlesarar: Torfi H. Tulinius, prófessor, Anna Katharina Heiniger, doktorsnemi og Marion Poilvez, doktorsnemi. Málstofustjóri: Emily D. Lethbridge, nýdoktor við Miðaldastofu.

Yfirnáttúruleg reynsla á miðöldum og skilgreining hennar  lLaugardaginn 16. mars kl. 13-16.30)
Fyrirlesarar: Ármann Jakobsson prófessor, Christopher W.E. Crocker doktorsnemi, Sean B. Lawing doktorsnemi, Gunnvör S. Karlsdóttir doktorsnemi hjá Árnastofnun og Arngrímur Vídalín Stefánsson doktorsnemi. Málstofustjórar: Ásdís Egilsdóttir prófessor (fyrri hluti) og Torfi H. Tulinius prófessor (seinni hluti).