Hugvísindaþing 2013
Háskóla Íslands, Aðalbyggingu
Hefst 15. mars kl. 13 og lýkur 16. mars kl. 16.30
Hugvísindaþing verður haldið 15. og 16. mars í Aðalbyggingu Háskólans. Þingið er árviss viðburður hjá Hugvísindastofnun. Í ár er boðið upp á ríflega 100 fyrirlestra í um 30 málstofum. Hugvísindaþing er árviss ráðstefna Hugvísindasviðs Háskóla Íslands þar sem fram er borið það helsta í fræðunum í stuttum fyrirlestrum og málstofum ætluðum fræðasamfélaginu jafnt sem almenningi.
Mörg áhugaverð erindi verða flutt á þinginu, við vekjum athygli á nokkrum málstofum:
Ameríkurnar og innflytjendur: tregi, þrár, bjartir draumar og brostnir (föstudaginn 15. mars kl. 13-16.30)
Fyrirlesarar: Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, prófessor í enskum bókmenntum, Úlfar Bragason, rannsóknaprófessor á Árnastofnun, Stefano Rosatti, aðjunkt í ítölsku, Björg Hjartardóttir, doktorsnemi við háskólann í Bresku Kólumbíu (UBC) í Kanada, Gro Tove Sandsmark, lektor í norsku og Annemette Hejlsted, lektor í dönskum bókmenntum. Málstofustjóri: Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, prófessor í enskum bókmenntum.
Breytileiki Njáls sögu (föstudaginn 15. mars g kl. 13-16)
Fyrirlesarar: Svanhildur Óskarsdóttir, rannsóknardósent á Árnastofnun, Ludger Zeevaert, rannsóknarmaður á Árnastofnun, Emily Lethbridge, nýdoktor hjá Miðaldastofu, Margrét Eggertsdóttir, rannsóknarprófessor á Árnastofnun, Sveinn Yngvi Egilsson, prófessor í Íslensku- og menningardeild. Málstofustjóri: Sveinn Yngvi Egilsson prófessor.
Orð eins og forðum (föstudaginn 15. mars kl. 13-17)
Fyrirlesarar: Guðrún Kvaran, prófessor og stofustjóri hjá Árnastofnun, Jón G. Friðjónsson prófessor, Margrét Jónsdóttir prófessor, Jón Símon Markússon doktorsnemi, Katrín Axelsdóttir aðjunkt, Jón Axel Harðarson prófessor, Magnús Snædal prófessor. Málstofustjóri: Gunnlaugur Ingólfsson, rannsóknardósent hjá Árnastofnun.
Að lesa í fyrri tíð (laugardaginn 16. mars kl. 10-12)
Fyrirlesarar: Ásta Svavarsdóttir, rannsóknardósent á Árnastofnun, Jóhannes Bjarni Sigtryggsson, verkefnisstjóri og nýdoktor á Árnastofnun, Heimir Freyr Viðarsson doktorsnemi og Halldóra Kristinsdóttir doktorsnemi. Málstofustjóri: Ásta Svavarsdóttir, rannsóknardósent.
Íslensk og evrópsk málföng, opin og frjáls (laugardaginn 16. mars kl. 10.30-12)
Fyrirlesarar: Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, Sigrún Helgadóttir MSc og Steinþór Steingrímsson MSc hjá Árnastofnun, Kristín M. Jóhannsdóttir málfræðingur. Málstofustjóri: Halldóra Jónsdóttir verkefnisstjóri hjá Árnastofnun.
Eyjar í norrænum fornbókmenntum (Islands in Medieval Norse Literature) (laugardaginn 16. mars kl. 10.30-12)
Fyrirlesarar: Torfi H. Tulinius, prófessor, Anna Katharina Heiniger, doktorsnemi og Marion Poilvez, doktorsnemi. Málstofustjóri: Emily D. Lethbridge, nýdoktor við Miðaldastofu.
Yfirnáttúruleg reynsla á miðöldum og skilgreining hennar lLaugardaginn 16. mars kl. 13-16.30)
Fyrirlesarar: Ármann Jakobsson prófessor, Christopher W.E. Crocker doktorsnemi, Sean B. Lawing doktorsnemi, Gunnvör S. Karlsdóttir doktorsnemi hjá Árnastofnun og Arngrímur Vídalín Stefánsson doktorsnemi. Málstofustjórar: Ásdís Egilsdóttir prófessor (fyrri hluti) og Torfi H. Tulinius prófessor (seinni hluti).