Hugvísindaþing 2012
Háskóla Íslands, aðalbyggingu
Hefst 9. mars kl. 13 og lýkur 10. mars kl. 16.30
Hugvísindaþing er árviss ráðstefna Hugvísindasviðs Háskóla Íslands þar sem fram er borið það helsta í fræðunum í stuttum fyrirlestrum og málstofum ætluðum fræðasamfélaginu jafnt sem almenningi.
Mörg áhugaverð erindi verða flutt á þinginu, við vekjum athygli á nokkrum málstofum:
Aðgengi að orðaforðanum (laugardag kl. 13-14:30)
Fyrirlesarar: Jón Hilmar Jónsson rannsóknarprófessor, Kristín Bjarnadóttir rannsóknarlektor og Sigrún Helgadóttir verkefnisstjóri hjá Stofnun Árna Magnússonar.
Íslenskt mál og málsamfélag á 19. öld: Tilbrigði – breytingar – viðhorf – stöðlun (laugardag kl. 15-16:30)
Fyrirlesarar: Ásta Svavarsdóttir rannsóknardósent, Haraldur Bernharðsson, sérfræðingur hjá Miðaldastofu og Jóhannes Bjarni Sigtryggsson, verkefnisstjóri hjá Stofnun Árna Magnússonar.
Íslendingasögur: Samtíð, saga, framtíð (laugardag kl. 10-12)
Fyrirlesarar: Emily Lethbridge, sérfræðingur hjá Stofnun Árna Magnússonar, Guðrún Nordal, prófessor og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, Jón Karl Helgason dósent, Katelin Parsons, rannsóknarmaður á Árnastofnun.
Kvennakrans. Kvæði, sálmar og ljóð eftir konur og handa konu (laugardag kl. 10-12)
Fyrirlesarar: Arnfríður Guðmundsdóttir prófessor, Bergljót Kristjánsdóttir prófessor, Guðrún Ingólfsdóttir bókmenntafræðingur, Margrét Eggertsdóttir rannsóknarprófessor og Þórunn Sigurðardóttir, verkefnisstjóri hjá Stofnun Árna Magnússonar.
Liðin tíð (laugardag kl. 10-12)
Fyrirlesarar: Guðrún Kvaran prófessor, Jón Axel Harðarson prófessor, Katrín Axelsdóttir aðjunkt og Margrét Jónsdóttir prófessor.
RÍMfræði – málstofa á vegum Rannsóknastofu í máltileinkun (föstudag kl. 15-16:30)
Fyrirlesarar: Kolbrún Friðriksdóttir aðjunkt, María Garðarsdóttir og Sigríður Þorvaldsdóttir aðjunktar og Þórhildur Oddsdóttir aðjunkt