Skip to main content

Fréttir

Hugvísindaþing 2012

Hugvísindaþing 2012
Háskóla Íslands, aðalbyggingu
Hefst 9. mars kl. 13 og lýkur 10. mars kl. 16.30


Hugvísindaþing er árviss ráðstefna Hugvísindasviðs Háskóla Íslands þar sem fram er borið það helsta í fræðunum í stuttum fyrirlestrum og málstofum ætluðum fræðasamfélaginu jafnt sem almenningi.

Mörg áhugaverð erindi verða flutt á þinginu, við vekjum athygli á nokkrum málstofum:

Aðgengi að orðaforðanum (laugardag kl. 13-14:30)
Fyrirlesarar: Jón Hilmar Jónsson rannsóknarprófessor, Kristín Bjarnadóttir rannsóknarlektor og Sigrún Helgadóttir verkefnisstjóri hjá Stofnun Árna Magnússonar.

Íslenskt mál og málsamfélag á 19. öld: Tilbrigði – breytingar – viðhorf – stöðlun (laugardag kl. 15-16:30)
Fyrirlesarar: Ásta Svavarsdóttir rannsóknardósent, Haraldur Bernharðsson, sérfræðingur hjá Miðaldastofu og Jóhannes Bjarni Sigtryggsson, verkefnisstjóri hjá Stofnun Árna Magnússonar.

Íslendingasögur: Samtíð, saga, framtíð (laugardag kl. 10-12)
Fyrirlesarar: Emily Lethbridge, sérfræðingur hjá Stofnun Árna Magnússonar, Guðrún Nordal, prófessor og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, Jón Karl Helgason dósent, Katelin Parsons, rannsóknarmaður á Árnastofnun.

Kvennakrans. Kvæði, sálmar og ljóð eftir konur og handa konu (laugardag kl. 10-12)
Fyrirlesarar: Arnfríður Guðmundsdóttir prófessor, Bergljót Kristjánsdóttir prófessor, Guðrún Ingólfsdóttir bókmenntafræðingur, Margrét Eggertsdóttir rannsóknarprófessor og Þórunn Sigurðardóttir, verkefnisstjóri hjá Stofnun Árna Magnússonar.

Liðin tíð (laugardag kl. 10-12)
Fyrirlesarar: Guðrún Kvaran prófessor, Jón Axel Harðarson prófessor, Katrín Axelsdóttir aðjunkt og Margrét Jónsdóttir prófessor.

RÍMfræði – málstofa á vegum Rannsóknastofu í máltileinkun (föstudag kl. 15-16:30)
Fyrirlesarar: Kolbrún Friðriksdóttir aðjunkt, María Garðarsdóttir og Sigríður Þorvaldsdóttir aðjunktar og Þórhildur Oddsdóttir aðjunkt