Skip to main content

Fréttir

Hugbúnaður fyrir leiðréttingu á stafsetningu keppir um Nýsköpunarverðlaunin


Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur valið bestu verkefni sem unnin voru á árinu 2011 til að keppa um Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2012. Tilgangur sjóðsins er að styrkja háskólanema í grunn- og meistaranámi til sumarvinnu við nýsköpun og rannsóknir. Tæplega 500 umsóknir um styrki bárust í sjóðinn í ár.

Lokapunktur og jafnframt hápunktur ferilsins er úthlutun Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands til þeirra verkefna sem þykja skara fram úr.

Jón Friðrik Daðason nemandi við Háskóla Íslands vann á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í sumar við ,,Hönnun hugbúnaðar fyrir samhengisháða stafsetningarleiðréttingu". Verkefnið hefur verið tilnefnt til Nýsköpunarverðlauna 2012. Leiðbeinendur eru Sven Þ. Sigurðsson prófessor við Háskóla Íslands og Kristín Bjarnadóttir rannsóknarlektor á stofnuninni.