Skip to main content

Fréttir

Hlé á málstofum stofnunarinnar

Nokkurt hlé er framundan á málstofum stofnunarinnar sem haldnar hafa verið síðasta föstudag í hverjum mánuði. Þegar var ákveðið að engin málstofa yrði í mars þar sem Hugvísindaþing verður óvenjulega umfangsmikið að þessu sinni vegna afmælis Háskóla Íslands og síðari hluti þess rekst á við venjubundinn málstofutíma á stofnuninni. Síðan hefur málstofu sem vera átti í lok febrúar verið frestað fram í apríl af óviðráðanlegum orsökum. Hins vegar skal bent á málþing um handritarannsóknir sem haldið verður á vegum stofnunarinnar í Árnagarði 25. febrúar n.k.

Næsta málstofa er fyrirhuguð 8. apríl kl. 15:30 og þá mun Svanhildur Óskarsdóttir fjalla um Eglu á 17. öld. Hún verður auglýst nánar þegar nær dregur.