Skip to main content

Fréttir

Himinn og jörð í Formála Snorra EdduRannsóknarkvöld 26. september

JL húsið, Hringbraut 121.

 

Félag íslenskra fræða - Rannsóknarkvöld
ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 121
26. september kl. 20
 



Silvia Hufnagel
Tengslanet Gunnlaugs Jónssonar, bónda, skrifara og sagnfræðings á 19. öld

Gunnlaugur Jónsson (1786–1866) bóndi frá Skuggabjörgum í Skagafirði er næsta lítt þekktur. Takmarkaðar heimildir eru til um hann: þó er vitað um helstu æviatriði og að hann skrifaði um tólf handrit, m.a. dagbók og rit sem hann setti saman um sögu Íslands. Þekktasta verk Gunnlaugs er aldarfarsbók sem skráir veðurfar, uppskeru, afla, ullarframleiðslu og merkilega atburði á Íslandi á árunum 1801–54. Í erindinu sýnir Silvia fram á að Gunnlaugur, sem hlaut enga formlega menntun, hafi verið hluti af stærra tengslaneti sagnfræðinga. Áhugi á sögu Íslands var rótgróinn á Norðurlandi, sérstaklega á svæðinu í kringum biskupsstólinn á Hólum, en Arngrímur lærði Jónsson og Jón Espólín eru þekktastir fræðimanna á því sviði. Silvia mun greina frá upplýsingum úr dagbók Gunnlaugs um það tengslanet skrifara (presta, embættismanna og leikmanna) sem hann tilheyrði, ræða um áhrifavalda í störfum hans á sviði sagnfræði og handritaskrifa, sem og þá menn sem hann hafði síðan áhrif á. Niðurstöður hennar munu draga upp skýrari og flóknari mynd af íslenskum sagnfræðirannsóknum á 19. öld en áður hefur komið fram.

Silvia Hufnagel lauk nýlega doktorsprófi í íslenskum fræðum frá Háskólanum í Kaupmannahöfn. Hún er nú nýdoktor hjá Árnasafni í sömu borg. Rannsókn hennar á Gunnlaugi Jónssyni er hluti af verkefninu „Prentsmiðju fólksins“ sem er styrkt af RANNÍS.