Skip to main content

Fréttir

Himinn og jörð í Formála Snorra Eddu

Snorri Sturluson. Mynd/Kristín M. Jóhannsdóttir.

 

Minningarfyrirlestur um Snorra Sturluson í Snorrastofu Reykholti.

Þriðjudaginn 2. október flytur Gunnar Á. Harðarson prófessor við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands fyrirlesturinn Himinn og jörð í Formála Snorra Eddu. Fyrirlesturinn fer fram í Bókhlöðu Snorrastofu og hefst kl. 20.30.

Formáli Snorra Eddu inniheldur afbrigði af svokölluðum „skipulagsrökum“ þar sem færð eru rök fyrir því að til hljóti að vera einhver „stjórnari himintunglanna“. Þessi rök eru yfirleitt túlkuð í ljósi hefðbundinna skipulagsraka fyrir tilveru Guðs sem sjá má hjá ýmsum heimspekingum miðalda og nýaldar. Í fyrirlestrinum verður því haldið fram að viðtekin túlkun textans horfi fram hjá veigamiklum atriðum í textanum sjálfum og því þurfi að endurskoða hina viðteknu túlkun.

Að venju er boðið upp á kaffiveitingar og umræður, aðgangur kr. 500.