Heimur handritanna
10.-12. október 2013
Norræna húsinu
350 ár eru liðin frá fæðingu Árna Magnússonar. Þeirra tímamóta verður minnst með ýmsu móti. Í október er áformað að efna til alþjóðlegrar ráðstefnu um handritafræði þar sem fluttir verða fyrirlestrar um sértæk efni og boðið upp á erindi sem höfða til almennings. Á ráðstefnunni verður sjónum beint að einstökum þáttum sem handritin eru gerð úr, efni þeirra, letri, textum, myndum, litum og nótum svo að nokkuð sé nefnt. Einnig verður fjallað um handritasafnara, bæði Árna Magnússon og aðra. Meðal fyrirlesara verða þekktir handritafræðingar úr hópi þeirra sem rannsakað hafa handritin í safni Árna Magnússonar og fræðimenn sem hlotið hafa alþjóðlega viðurkenningu fyrir rannsóknir sínar á handritum í öðrum söfnum. Markmiðið er að vekja athygli á þeim litríka og fjölbreytta heimi sem handritin opna okkur aðgang að.
Á afmælisárinu verður bryddað upp á ýmsu öðru sem lesa má um á síðunni www.arnastofnun.is/arni_magnusson.