Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, heimsótti stofnunina í gær ásamt fylgdarliði. Ferðin hófst í Þingholtsstræti á alþjóðasviði, þá lá leiðin í Árnagarð þar sem starfsemi handritasviðs og þjóðfræðasviðs var kynnt og bókasafnið skoðað. Heimsókninni lauk svo í Neshaga en þar eru til húsa svið málræktar, nafnfræði og orðfræði.