Skip to main content

Fréttir

Heimsókn Helga Hrafns að Laugavegi 13

Helgi Hrafn Gunnarsson alþingismaður og varaformaður þingflokks Pírata heimsótti Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í fyrstu viku sumars. 

Steinþór Steingrímsson verkefnisstjóri tók á móti þingmanninum og fóru þeir um húsnæðið á Laugaveginum, hvar spjallað var við nokkra starfsmenn; Bjarka Karlsson, Halldóru Jónsdóttur, Sigrúnu Helgadóttur og Kristínu Bjarnadóttur.

Segja má að hápunktinum hafi verið náð þegar turninn var skoðaður. Einnig var farið á dýpið þegar seðlasafnið var heimsótt.

Helstu gagnasöfn voru sýnd og reynt að gefa góða yfirsýn yfir þau gögn sem stofnunin býr yfir og eðlilega var rætt um hvernig aðgangi er háttað að þeim. 

Þingmanninum er þakkaður auðsýndur áhugi á starfi stofnunarinnar og vonir standa til slík heimsókn sé til þess fallin að glæða áhuga á störfum og möguleikum stofnunarinnar.

Helgi Hrafn Gunnarsson heimsækir Árnastofnun.