Skip to main content

Fréttir

Heimsókn hælisleitenda á Stofnun Árna Magnússonar

Heimsókn hælisleitenda á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

 

Í dag var tekið á móti nokkrum hælisleitendum sem komu með sjálfboðaliðum frá Rauða krossinum í heimsókn á Stofnun Árna Magnússonar. Guðrún Nordal forstöðumaður sagði þeim í stuttu máli sögu þjóðarinnar frá landnámi og kynnti fyrir þeim hvers vegna handritin eru Íslendingum svo mikilvægt tákn um sjálfstæði þjóðarinnar. Hún talaði um íslenskt tungumál og þróun þess og kynnti fyrir þeim hið aðgengilega vefnámskeið Icelandic Online

Fólkið, sem sumt hefur beðið í um ár eftir að fá úrlausn sinna mála, var áhugasamt, spurult og duglegt við að segja sögur frá sínum löndum til samanburðar.  Er þetta í fyrsta sinn sem fólk sem hefur leitað hælis á Íslandi kemur í heimsókn í þessa stofnun, en áreiðanlega ekki það síðasta, því Rauði krossinn mun halda áfram að kynna sínum skjólstæðingum íslenskar aðstæður og menningu með heimsóknum og öðrum uppákomum.