Skip to main content

Fréttir

Heimsókn frá sendiráði Indlands

Sendiherra Indlands á Íslandi, Shri R. Ravindra, heimsótti Árnastofnun á dögunum.

Tilefnið var gestafyrirlestur dr. Shilpa Khatri Babbar, sendikennara í indverskum fræðum við Háskóla Íslands, sem fjallaði um gömul indversk handrit.

Fulltrúar Árnastofnunar, Guðvarður Már Gunnlaugsson sviðstjóri menningarsviðs og Branislav Bédi, verkefnisstjóri á íslenskusviði, tóku á móti sendiherranum og ræddu við hann um alþjóðlega starfsemi stofnunarinnar þar sem lögð er áhersla á rannsóknir og styrkjamöguleika fyrir erlenda fræðimenn og háskólanema. Einnig var farið á handritasýninguna Heimur í orðum þar sem gestunum gafst tækifæri á að skoða gömul íslensk handrit og fræðast um hlutverk þeirra í nútímarannsóknum.