Skip to main content

Fréttir

Heildarútgáfa dróttkvæðanna

Gluggað í bók. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir

 

Ný útgáfa kveðskapar í konungasögum

Út er komið 1. bindi (í tveimur hlutum) í heildarútgáfu dróttkvæðanna, Poetry from the Kings’ Sagas 1: From Mythical Times to c. 1035. Ritstjóri er Diana Whaley. Bindinu er fylgt úr hlaði með almennum inngangi að heildarútgáfunni eftir sex ritstjóra hennar þar sem fjallað er um skáldskaparmálið, bragarhætti, sögulegt og menningarlegt samhengi kveðskaparins og einnig um markmið hinnar prentuðu og rafrænu heildarútgáfu dróttkvæðanna. Þeir sem kaupa prentuðu útgáfuna fá um leið aðgang að rafrænni gerð bindisins og skulu hafa samband við Tarrin Wills (t.wills@abdn.ac.uk) til þess. Opinn rafrænn aðgangur að 1. bindinu verður síðan að veruleika fjórum árum eftir útgáfudag, eða 1.1.2017.

Hægt er að panta 1., 2. og 7. bindi útgáfunnar með því að hafa samband við Brepols útgáfuna; einnig er hægt að kaupa bækurnar gegnum vefsíðu útgáfunnar: orders@brepols.net.

Opinn aðgangur að tveimur bindum útgáfunnar
Opinn aðgangur er nú að 7. bindi (Poetry on Christian Subjects, ritstj. Margaret Clunies Ross) og 2. bindi (Poetry from the Kings’ Sagas 2: From c. 1035 to c. 1300, ritstj. Kari Ellen Gade) á vefsvæði útgáfunnar: http://www.abdn.ac.uk/skaldic/. Þar er hægt að skoða útgáfur kvæðanna ásamt skýringarefni (lesbrigði, upplýsingar um handrit og útgáfur, orðaröð og þýðingar), þ.m.t. innganga og ævisögur skálda. Einnig er hægt að skoða rafræn hjálpargögn, s.s. handritamyndir, stafrétta texta og lemmaðan texta. Miklir leitarmöguleikar eru í rafrænu útgáfunni, t.d. er hægt er að finna jafnharðan tilvísanir í aðrar vísur í útgáfunni og í heimildarskrá.

Látið áhugasama vita um útgáfuna.

 

Heildarútgáfa dróttkvæðanna. Ný útgáfa kveðskapar í konungasögum.