Skip to main content

Fréttir

Heilagar arkir, afmælisrit Mette


Út er komið ritið Heilagar arkir, færðar Jóhönnu Ólafsdóttur, ljósmyndara á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ritið er afmælismyndabók þar sem fræðimenn og félagar Jóhönnu skrifa út frá myndum úr sínum fórum henni til heiðurs. Í ritinu má m.a. fræðast um stórskemmtilegar myndir úr starfi stofnunarinnar og af fólki því tengdu auk mynda sem Jóhanna hefur sjálf tekið.

Starfsmenn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefa út fjölrituð smárit til heiðurs samstarfsmönnum sínum og öðrum kollegum er þeir eiga merkisafmæli. Síðustu árin hafa þessi rit verið kennd við Menningar- og minningarsjóð Mette Magnussen, en eiginkona Árna Magnússonar hét Mette. Útgáfa þessi er óháð stofnuninni formlega og fjárhagslega en rit Mettusjóðs hafa þó verið til sölu á henni. Afmælismyndabókin Heilagar arkir kostar 2.000 krónur.