Við Uppsalaháskóla er laus er til umsóknar aðjunktstaða í norrænum málum með áherslu á íslensku. Ráðning hefst eftir samkomulagi. Aðjunktnum er ætlað að kenna íslensku forna og nýja, íslenskar bókmenntir og um íslenskt samfélag
Umsækjendur skulu a.m.k. hafa lokið M.A. prófi í íslensku eða sambærilegu prófi. Æskilegt er að þeir eigi íslensku að móðurmáli. Nám í kennslufræði og kennslureynsla á háskólastigi nauðsynleg.
Upplýsingar um starfið fást hjá Staffan Fridell, forstöðumanni norrænudeildarinnar við Uppsalaháskóla í síma 018-471 1273.
Umsókn skal stíla á: Rektor för Uppsala universitet, og sendast til: Registrator, UFV-PA 2009/3046, Box 256, SE-751 05 Uppsala, ekki síðar en 31. mars 2010.
Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu Háskólans í Uppsölum.
Fréttir
Háskólinn í Uppsölum - Staða íslenskukennara laus til umsóknar
12. febrúar 2010