Fjórir áratugir eru liðnir síðan danska herskipið Vædderen lagðist að bryggju með handrit Árna Magnússonar að Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða. Konungsbók Eddukvæða er á meðal þeirra handrita sem eru til sýnis á handritasýningu stofnunarinnar.
Í Fréttablaðinu 21. apríl sl. má lesa viðtal við Guðrúnu Nordal forstöðumann stofnunarinnar um tímamótin og skoða myndir sem teknar voru þennan dag.