Skip to main content

Fréttir

Handritin komin aftur

Handrit eru nú aftur til sýnis á handritasýningu stofnunarinnar í Þjóðmenningarhúsinu. Vegna viðgerða og endurbóta á handritaskáp og sýningarherbergi þurfti að fjarlægja þau tímabundið þótt sýningin hafi að öðru leyti verið opin gestum.

Handritin sem skoða má á sýningunni eru:

  • AM 334 fol. Staðarhólsbók Grágásar, skinnbók, skrifað um og eftir miðja 13. öld.
  • AM 350 fol., Skarðsbók Jónsbókar, skinnbók, skrifuð um 1363.
  • SÁM 1, Skarðsbók postulasagna, skinnbók, skrifað um 1360.
  • AM 462 4to Ketilsbók Egils sögu, pappír, skrifað um miðja 17. öld.
  • AM 466 4to, Oddabók Njáls sögu, skinnbók, skrifað á 15. öld (nýtt á sýningunni).
  • AM 113g fol., Íslendingabók, pappír, skrifað seint á 17. öld (nýtt á sýningunni).
  • AM 432 12mo, Margrétar saga, skinnbók, skrifað á 15. öld.
  • AM 434d 12mo, Galdrakver, skinnbók, skrifað á 17. öld.
  • SÁM 66, Snorra Edda, Melsteds Edda, pappír, skrifað um miðja 18. öld af Jakobi Sigurðssyni (um 1727-1779).

Lesa má um nokkur handrit á síðu stofnunarinnar.