Skip to main content

Fréttir

Handritafræði og íslenska sem annað mál vinsælt á sumrin

Nemendur í handritaskólanum 2011. Ljósmyndari: M J Driscoll.

 

Alþjóðlegur sumarskóli í handritafræðum var haldinn í Kaupmannahöfn í ágúst. 50 nemendur frá 17 löndum tóku þátt en þetta er níunda árið sem skólinn starfar. Námið fer fram á Íslandi annað hvert ár og verður því skólastarfið í Reykjavík sumarið 2013. Á stofnuninni voru einnig skipulögð fimm alþjóðleg íslenskunámskeið í sumar. Fram kemur í rafrænu fréttabréfi stofnunarinnar að hundrað og tuttugu nemar hafi tekið þátt í þeim. Fréttabréfið var sent út í morgun, eftir tveggja mánaða hlé í sumar, til þeirra sem stofnunin hefur á netfangaskrá sinni.

Fréttabréfið má lesa á vefnum.