Skip to main content

Fréttir

Handbók um íslensku


Handbók um íslensku er ítarlegt uppsláttar- og yfirlitsrit og hentar ekki síst þeim sem fást við skriftir í störfum sínum, námi eða tómstundum. Bókin geymir traustar og hagnýtar leiðbeiningar um málnotkun, stafsetningu, ritun og ritgerðasmíð en þar við bætast yfirlitskaflar um ýmis svið íslensks máls, svo sem nýyrði, orðmyndun og örnefni. Aftast er orða- og hugtakaskrá sem gagnast vel við leit að einstökum atriðum.

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum stendur að gerð bókarinnar og efnið byggist meðal annars á ráðgjafarstarfi málræktarsviðs stofnunarinnar og ritreglum Íslenskrar málnefndar. Auk þess fjalla sérfræðingar um ýmsa þætti tungunnar.
Ritstjóri er Jóhannes B. Sigtryggsson en meðal höfunda efnis eru margir helstu fræðimenn Háskóla Íslands á sviði íslenskrar tungu. Í ritnefnd voru Ari Páll Kristinsson, Guðrún Kvaran og Gunnlaugur Ingólfsson. Útgefandi er Forlagið.