Skip to main content

Fréttir

Hallgrímur Pétursson (1614 – 400 ára minning - 2014)

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn.

 

Fimmtudaginn 11. september klukkan 16.00 verður opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðu í tilefni af fjögurra alda minningu Hallgríms Péturssonar. Sýningin er samstarfsverkefni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður, Margrét Eggertsdóttir, rannsóknarprófessor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Halldóra Kristinsdóttir og Sigríður Hjördís Jörundsdóttir, starfsmenn Landsbókasafns, munu flytja erindi við opnun sýningarinnar. Þá munu Spilmenn Ríkínís flytja tónlist við texta Hallgríms og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flytja ávarp og opna sýninguna.