Skip to main content

Fréttir

Guðrún Nordal kjörin í Gustav Adolf-akademíuna

Á fundi Gustav Adolf-akademíunnar í Uppsölum þann 15. febrúar síðastliðinn var prófessor Guðrún Nordal forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum kjörin meðlimur akademíunnar. „Kungliga Gustav Adolfs Akademien för svensk folkkultur“ var stofnuð í Uppsölum árið 1932. Akademían stendur fyrir ýmsum merkum rannsóknarverkefnum í Svíþjóð á sviði hugvísinda, veitir verðlaun og viðurkenningar og gefur auk árbókar út þrjú virt tímarit á sviði sænskrar og norrænnar sagnfræði og þjóðfræði.

Kjör Guðrúnar í Gustav Adolf-akademíuna er í senn persónulegur heiður og staðfesting á því alþjóða forystuhlutverki sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gegnir á sínu sviði í hinum alþjóða vísinda- og fræðaheimi.